Lög Samtakanna

(Lög PCOS samtakanna samþykkt á stofnfundi samtakanna 8. september 2021 

Félagið heitir PCOS samtök Íslands. 

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæðið er landið allt. 

Markmið félagsins er að veita fólki með einkenni PCOS og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu. Bæta aðgengi einstaklinga sem greinast með einkenni PCOS að upplýsingum um réttindin þeirra og meðferðarúræði. Stuðla að aukinni almennri þekkingu á PCOS meðal almennings og fagaðila. 

Samtök um PCOS eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samtökin eru sjálfstæð samtök rekin með árgjaldi félagsmanna, styrkjum og frjálsum framlögum. 

Félagar geta verið allir þeir sem hafa áhuga á PCOS. 

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. 

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti.  Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.   

 

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 

1. Kosning fundarstjóra, fundarritara og atkvæðateljara 

2. Skýrsla stjórnar lögð fram 

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 

4. Lagabreytingar 

5. Ákvörðun félagsgjalds 

6. Kosning stjórnar 

7. Önnur mál 

. 

Stjórn félagsins skal skipuð 5 manneskjum, kosnum á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að úr sínum hópi kýs hún formann, varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Kosningin gildir til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 4 varamenn. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Formanni er skilt að boða til fundar þegar þrír eða fleiri stjórnarmeðlimir krefjast þess. 

Stjórn setur starfsreglur um starfsemi á vegum félagsins og tilnefnir nefndir og ráð til að sinna tilteknum verkefnum, þegar það á við. Stjórn er sameiginlega ábyrgð fyrir öllum fjármálum samtakanna. 

 

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. 

Stjórn ákvarðar breytingar á árgjaldi. Reikningar skulu sendir félagsmönnum eigi síðar en 31.janúar ár hvert. Sé árgjaldið ekki greitt innan tveggja mánaða frá gjalddaga, fellur félagsaðild  sjálfkrafa niður. 

Þeir sem gerast félagsmenn fyrir 1. september skulu greiða fullt árgjald. Þeir sem gerast félagsmenn eftir þann tíma greiða hálft árgjald það árið. Stjórnarmenn og heiðursfélagar greiða ekki félagsgjöld. 

Ferðir, ráðstefnur og fræðslufundir skulu ávallt vera samþykkt af stjórn samtakanna og skal stjórnin hafa þar til gerðar verklagsreglur til hliðsjónar. 

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til þeirra góðgerðarmála sem ákveðin verða á slitafundi.    

 

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi 8. september 2021.)