PCOS Samtök Íslands

Fyrir fólk sem að Lifir
með Pcos Og
Fylgikvillum þess

Spurt og Svarað

PCOS stendur fyrir polycystic Ovarian Syndrom eða fjölblöðrustokkaheilkenni á íslensku.

Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemisskeiði séu með PCOS. 

Helstu einkennin eru óreglulegar blæðingar, einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun og merki um aukin androgen áhrif á húð s.s bólur og aukinn hárvöxtur. 

Hjá fullorðnum konum eru fyrstu merki um heilkennið oft erfiðleikar við að verða þungaðar eða óútskýrð þyngdaraukning en hjá unglingsstúlkum geta það verið stopular eða jafnvel engar blæðingar. Einkenni eru mjög mismunandi milli einstaklinga.